Útdráttur
Gerð verður grein fyrir málheild og orðalista sem bæði tengjast námsorðaforða. Verkefnið naut aðstoðar þjónustumiðstöðvar CLARIN við bæði frágang og framsetningu og eru afurðir þess hýstar á varðveislusvæði CLARIN. Annars vegar er um að ræða Málheild um íslenskan námsorðaforða (MÍNO) sem byggir á gögnum úr Markaðri íslenskri málheild og Risamálheildinni. Hins vegar verður gerð grein fyrir verkferlinu við gerð Lista yfir íslenskan námsorðaforða í lagi 2 (LÍNO-2) en sá listi var búinn til upp úr gögnum MÍNO. Listinn inniheldur orð, jafnt hlutlæg sem huglæg, sem tilheyra lagi 2, þ.e. orð sem eru notuð þvert á námsgreinar og koma iðulega fyrir í fræðilegu ritmáli en síður í daglegu tali. Það hefur sýnt sig að þekking nemenda á þessum orðum er oft lítil og er ein af meginástæðum þess að þeim gengur illa að skilja lesinn texta, sem síðan dregur úr námsárangri.
| Upprunalegt tungumál | Íslenska |
|---|---|
| Útgáfustaða | Útgefið - 9 mar. 2024 |
| Viðburður | Hugvísindaþing - Háskóli Íslands, Reykjavík, Ísland Tímalengd: 8 mar. 2024 → 9 mar. 2024 https://hugvis.hi.is/is/hugvisindathing |
Ráðstefna
| Ráðstefna | Hugvísindaþing |
|---|---|
| Land/Yfirráðasvæði | Ísland |
| Borg/bær | Reykjavík |
| Tímabil | 8/03/24 → 9/03/24 |
| Veffang |