Íslenskt námsorðaforðapróf

Rannsóknarafurð: Framlag á ráðstefnuVísindagrein

Útdráttur

Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna þekkingu grunnskólanema á íslenskum námsorðaforða og er einn liður í rannsóknaverkefninu Íslenskur námsorðaforði sem unnið er í samstarfi Mennta- og Hugvísindasviðs HÍ og Árnastofnunar.
Mótuð var ný málheild (MÍNO) með samtímatextum og námsefni. Úr 5.000 algengustu orðum MÍNO voru valin orð á lista yfir íslenskan námsorðaforða (LÍNO-2), orð sem eru algeng í umfjöllun um viðfangsefni allra námsgreina og á öllum skólastigum. Á íslenska námsorðaforðaprófið voru valin orð af LÍNO-2 úr öllum 10 tíðniflokkum listans.
Fyrsta fyrirlögn námsorðaforðaprófsins var árið 2023 með 851 nemanda í 4., 7., 9. og 10. bekk á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu erindi eru kynntar niðurstöður úr annarri fyrirlögn sem fór fram vorið 2024 með um 2000 nemendum í 7.–10. bekk bæði á höfuðborgarsvæðinu og öðrum landshlutum. Í annarri fyrirlögn var prófinu skipt upp í tvo hluta: A-hluti innihélt fjölvalsspurningar þar sem nemendur áttu að velja eina setningu af þremur mögulegum með markorði sem hafði sömu merkingu og í spurnarlið. Í B-hluta tilgreindu nemendur sjálfir hversu vel þeir teldu sig skilja tiltekin orð og hversu oft þeir notuðu þau.
Beitt er m.a. lóðréttri skölun (vertical scaling) við úrvinnslu gagnanna og kannað var samband milli orðtíðni í LÍNÓ-2 og orðskilnings og orðnotkunar nemendanna. Meginniðurstöður sýna vaxandi orðskilning með aldri en niðurstöður kynntar eftir aldri nemenda (árgangi), kyni, tungumáli foreldra í æsku o.fl. Þessar niðurstöður munu nýtast við frekari þróun orðaforðaprófs sem gagnast við mat á árangri af markvissri kennslu og vinnu nemenda með íslenskan námsorðaforða (LÍNO-2).
Upprunalegt tungumálÍslenska
ÚtgáfustaðaÚtgefið - 27 sep. 2024
ViðburðurMenntakvika 2024 - Háskóli Íslands, Reykjavík, Ísland
Tímalengd: 26 sep. 202427 sep. 2024
https://menntakvika.hi.is/dagskramenntakviku2024/

Ráðstefna

RáðstefnaMenntakvika 2024
Land/YfirráðasvæðiÍsland
Borg/bærReykjavík
Tímabil26/09/2427/09/24
Veffang

Önnur efnisorð

  • Grunnskóli
  • Kennsluhættir
  • Læsi
  • Tungumál

Vitna í gagnasett