Áhrif markvissrar hljóðaaðferðar og félagakennslu á lestrarfærni barna með vísbendingar um lestrarvanda

Research output: Contribution to conferenceAbstractpeer-review

Útdráttur/Abstract

Það er áhyggjuefni hve hátt hlutfall barna nær ekki grunn lestrarfærni og þarf sérkennslu eða stuðning á
yngsta stigi grunnskóla. Með því að innleiða gagnreynda kennslu og markvissa hljóðaaðferð í 1. og 2.
bekk er hægt að koma betur til móts við nemendur með vísbendingar um lestrarvanda og auka líkur
þeirra á að ná árangri. Peer-Assisted Learning Strategies (PALS) eru gagnreyndar aðferðir sem byggja á
markvissri kennslu og félagastuðningi. K-PALS og Grunn PALS (G-PALS) eru ætlaðar til lestrarkennslu
byrjenda á síðasta ári leikskóla eða á fyrstu árum grunnskóla.
Í rannsókninni var lagt mat á áhrif K-PALS og G-PALS á lestrarfærni nemenda með vísbendingar um
lestrarvanda í 1. og 2. bekk. Notuð var hálfslembuð samanburðarrannsókn með endurteknum mælingum
yfir þau tvö ár sem hún stóð yfir.
Þátttakendur (n = 86) voru nemendur úr stærri rannsókn sem skilgeindir voru í áhættu á lestrarvanda
vegna lítillar færni í fyrstu mælingu, í september í 1. bekk. Átta skólar á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt
og fengu nemendur í fjórum þeirra kennslu með PALS en fjórir kenndu eins og áður.
Lestrarfærni nemenda var metin þrisvar til sex sinnum á þessum tveimur skólaárum með fjölbreyttu
lestrarmati og greining framkvæmd með marglaga líkani.
Niðurstöður sýndu að nemendur með vísbendingar um lestrarvanda sem fengu kennslu með PALS náðu
marktækt meiri framförum en þeir nemendur sem voru í samanburðarskólum.
Þessar niðurstöður benda til þess að notkun K-PALS og G-PALS sé heppilegur kostur við lestrarkennslu
byrjenda og geti skipt sköpum fyrir hóp nemenda sem stendur höllum fæti frá upphafi.
Original languageIcelandic / íslenska
Publication statusPublished - Oct 2024
EventMenntakvika 2024 - Háskóli Íslands, Reykjavík, Iceland
Duration: 26 Sept 202427 Sept 2024
https://menntakvika.hi.is/dagskramenntakviku2024/

Conference

ConferenceMenntakvika 2024
Country/TerritoryIceland
CityReykjavík
Period26/09/2427/09/24
Internet address

Cite this